18.03.2008 22:44

Snjódýptin könnuð í dag í Arnkötludal og Gautsdal.

Eftir klukkan fimm í dag renndi ég mér fram Arnkötludalinn og svo yfir í Gautsdal til að kanna hvað hafi snjóað mikið á þeim þremur mánuðum sem eru liðnir síðan eg fór þangað síðan. Satt best að segja er lítill snjór í Arnkötludal og alveg upp að Þröskuldum sem er hæðsti punturinn á milli dalanna. En á sjálfum Þröskuldunum á ca 500 metra kafla er talsverður snjór á sjálfu vegstæðinu, sem er tilkomin af mestu vegna hárra moldarruðninga á báðum vegköntunum. Gautsdalur er sömuleiðis snjólítill. En í Gautsdal á eftir að fylla í lautir og taka kantaruðninga þannig að yfir heildina séð líst mér bærilega á stöðu mála eins og snjóalög eru í dag. En eg held ef vitleysunni við fossinn í Gautsdal og beygjuruglið og veglínuna í Arnkötludal sé sleppt, þá bíð eg spentur eftir því að verktakin Ingileifur Jónsson komi fljótlega eftir páska að Hrófá og vinni sig upp Arnkötludalin í vor og sumar, þannig að í haust komanda munum við getað brunað þessa fögru framtíðarleið okkar vestfirðinga.
En í framhjáhlaupi þá koma eg við í bakaleiðinni á eyðibýlinu Vonarholti í Arnkötludal og þar rak eg augun í nýlega dauðan lambhrút sem lá vestanmegin við eina tóftina,en refirnir hafa nánast klárað greyið upp til agna, enda voru refaslóðir út um allt frá Vonarholti. En númerið á hrútnum sem var blátt er 00547 og 22AB. Eg lét Birkir í Tröllatungu vita af þessu og hann hélt að hrúturinn væri frá Reykhólum, en Birkir ætlaði að rannsaka málið ofaní kjölin.

Mynd númer 358

Mynd númer 357

Mynd númer 359

Mynd númer 361

Mynd númer 363

Mynd númer 362