25.03.2008 22:34
Hver hvetur hvern? Til að gera meira og betur en hinir.
Að gefnu tilefni verð ég sem ábyrgur síðustjóri á mínu einka bloggi að taka eftirfarandi fram vegna sleðaferða Strandatröllana um Páskahelgina síðastliðna. Eftir að ég setti inn myndir þó einkum af einum félaga í snjósleðafélaginu Strandatröllum hef ég fengið allmarga tölvupósta og símhringingar svo og fólk sagt við mig á förnum vegi, afhverju eru að setja þessar stökk og veltumyndir af snjósleðafíflunum inná síðuna hjá þér, þetta gerir ekkert annað en að hvetja aðra vitleysinga til hins sama með þessum myndbirtingum. Og eg hef verið beðin í nokkur skipti að taka myndirnar út af síðunni. Það skal skírt tekið fram og félagarnir í Strandatröllunum geta vitnað um það að eg (síðustjórinn) hef aldrei hvatt einn eða neinn til að fara uppí varasamar brekkur né að stökkva fram af klettum. Og eg hef líka verið spurður að því hvort eg myndi mæla með því að börnin mín myndu gera slíkt. Því er til að svara er hreint og beint nei. En ekki geta faðirinn og móðirin alltaf verið yfir sínum börnum á öllum tímum sólarhrings, og hvað þá þegar börnin eru komin vel yfir tvítugt og eru víðs fjarri og jafnvel farin úr foreldrahúsum. Minn þáttur í föstudagslönguferðinni 21 mars var nú frekar stutt og ræfilsleg, eg fór einungis ca 500 metra austurfyrir Glifsu sem er skamt frá Eyrarhálsinum og tók nokkrar myndir af landslaginu og af tröllunum, og fór síðan yfirundir Hraundalinn og myndaði nokkra lélaga bifreiðastjóra (jeppana) sem voru að skakast í snjónum og gekk mjög illa og fór síðan heim. Var kominn til Hólmavíkur kl 17.30 . Eg lít á það sem eg set inná mína síðu einungis hvernig eg sé það, ekki hvernig aðrir sjá það. Og líka má ekki bara blanda saman gömlu sleðunum sem eg kom svolítið nálægt hér forðum og þeim sleðum sem eru á markaðnum í dag, og líka það eru snjósleðamenn sem eru misfærir og sumir snjallir sleðamenn og aðrir afspyrnu lélegir, eins og með allt. Sleðamenn þurfa ekki að fara til Stranda norður til að taka flikk flakk og heljarstökk, einungis er nóg að fara í brekkuna fyrir ofan flugvöll okkar Hólmvíkinga.