12.04.2008 20:57
Spurningarkeppninn Drekktu betur var haldin í gærkveldi á Cafe Riis.
Þessir spekingar unnu keppnina, enda miklir gáfnatól, og örugglega alkóhólslausir í keppninni. En hvort verðlaunabjórkassinn hafi verið tæmdur eftir keppninna í mikilli sigurvímu veit eg ekkert um.
Spurningarkeppnin Drekktu betur fór fram á Cafe Riis með pompi og prakt. Svokallað Pakkhús var nær fullt af misfullu fólki þó mest voru það aðkomu - sjómenn og fiskifræðingur á dallinum sem mynd er af hér neðar á síðunni, þessir náungar voru nánast á hvolfi þó áberandi mest áðurnefndur fiskifræðingur. En þessi keppni var skrambi skemmtileg en alltof erfiðar spurningar fyrir meðaljónin eins og mig og flestalla sem voru sammála um það. Ef svona skemmtikeppni á að vera áfram sem eg vona, verða spurningarnar að vera skemmtilegar og skiljanlegar á allan hátt og helst allar þær 30 að snúast um Íslenska þjóð á einn eða annan hátt. Ef eg hef tekið rétt eftir á næsta keppni að vera 26 apríl næstkomandi og það verður nýr spyrill sem vonandi fer eftir orðum mínum um að gera spurningarnar einfaldar svo að allir skilji þær og eins og áður sagði snúist um atburði sem hafa skeð á okkar áskæra fróni Íslandi. Fleiri myndir inná forsíðu nonna.