12.04.2008 21:02
Strandatröllin velja bestu myndina.
Eg gerði nú ekki mikið af því að taka myndir af Strandatröllunum í einhverjum áhættustökkum og eða fara uppí brattar brekkur, hvað þá fram af klettum. Eg legg til tvær myndir í þessa keppni sem mér finnast skrambi góðar. Í mínum huga er ekki bara nóg að sjá sjálft myndefnið sem tekið er af. Helst þarf að vera einhvað bitastætt í bakgrunni myndarinnar. Eins og myndin sem er tekin út á Skeiði á milli Fyllingarhússins og kirkjugarðsins. Þessi mynd er svolítið merkileg vegna þess að þegar snjósleðamenn stökkva og horfa til himins getur kanski stökkið farið úrskeiðis með þeim afleiðingum að enda sína för í kirkjugarðinum. En þarna er þaulvanur sleðahundur á ferðinni og er öllum hnútum kunnugur í þessum fræðum, og líka bjó hann til þessa litlu stökk braut. Hin myndin er tekin uppí Norðdal við Þriðjungsárnar fyrr í vetur og mér sýnist að sami aðili sé þar á ferðum Eddi Kr.