29.04.2008 22:49
Brusselbáknið er að drepa okkur Íslendinga. Græna liðið er ekkert betra, hver sem það er.
TILSKIPUN FRÁ BRUSSEL. Tilskipun frá Brussel, ekki frá Moskvu. Aumingja meiraprófsfólkið (eg líka) (vörubifreiðarstjórar, ekki eg núna) skulu fá að finna fyrir hvar þeir keyptu (ekki ölið) eða meiraprófið. Nú er komin inná borð á háa Alþingi tilskipun frá Brussel á þá lund að allir þeir sem hafa tekið meirapróf skulu á 10 ára fresti fara á upprifjunnarnámskeið hálfgert próf til að hann, vörubifreiðarstjórinn megi keyra vörubifreið næstu 10 árin. Og að viðkomandi vörubifreiðarstjóri sem fer á svona upprifjunnarnámskeið og nær ekki 70% spurningum réttum verður að fara í nýtt meirapróf sem kostar núna um og yfir 400 hundruð þúsund. Eg vona svo sannarlega að löggjafarsamkundan við Austurvöll hendi þessari fáranlegri tilskipun frá Brussel á ruslahaugana. Því er nú ver að alltof margar tilskipanir sem koma frá Brusselhyskinu sem lifir þar og dafnar feitt á Evrópulöndunum sem eru þar innandyra. Ísland hefur ekkert að gera með að fara inní þessa Brusselmafíu eins og hún birtist okkur Íslendingum. Evran eða krónan, krónan eða evran kemur mér ekkert við og er orðin hundleiður á þessu evru stangli sí og æ. Tilskipun frá Brussel hvað það sem það nefnist NEI TAKK. Stutt inskot um mismunun á hvíldartíma bifreiðarstjóra yfirleitt. Ef eg man rétt að þannig ef heildarþyngd bifreiðar fer yfir 5 tonn þá verður bifreiðarstjórin að stoppa sína bifreið á 4.5 tíma fresti og 20 mínútur í hvíld. En ef bifreiðarnar eru undir 5 tonnum þá má ökumaðurinn aka allan sólarhringin. Litlu rúturnar sem eru ornar margar á vegum landsins eru flestallar undir 5 tonnum. Og leigubílstjórarnir mega aka þvers og krus allan sólarhringinn án þess að nokkur opni einu sinni kjaftinn. Er þetta ekki hrein og klár mismunun ? jú.
ER GRÆNALIÐIÐ AÐ VERÐA VITLAUST. Og aftur inná Alþingi. Í dag heyrði eg það í einhverjum fréttatímanum að það væri komin tillaga frá græna liðinu sem er inná Alþingi að búa til Umhverfisgjald á eldsneyti takk fyrir. Eg hélt að eg hafi heyrt rangt en það var ekki. Græna liðið sem er inná Alþingi vill setja 25 króna umhverfisgjald á hvern seldan lítra af eldsneyti. Eg segi nú ekki meira en það, er Alþingi okkar Íslendinga (græna liðið) að vera vitlaust. Nú er eg alveg hættur að skilja þetta ruglumkollulið sem þar situr. Er ekki eldneytisverð á Íslandi nógu andskoti hátt. Eg hef fundið fyrir þessum hækkunum sjálfur. Ætli maður geri ekki sama og hann Villi gerði og fái sér vespu eða hvað. Skoðið þessa 50% Strandamannafrétt.