07.05.2008 23:20
Margfalt húrra.Verktakinn í Arnkötlu og Gautsdölum er að koma með tækin að Hrófá.
Verktakinn Ingileifur Jónsson frá Svínavatni sem er með verkið í Arnkötludal og Gautsdal var að koma með tvö tæki í dag að Hrófá og fleiri tæki væntanleg í næstu viku. Eg hitti stuttlega bílstjóranna sem komu í dag og þeir sögðu mér það að það yrði gerður jeppafær slóði fram allan Arnkötludal nú á næstu dögum og vikum. Og eg hef hlerað það, að það eigi í leiðinni að leggja ljósleiðara um Arnkötludal og Gautsdal steinsnar frá vegstæðinu. En allavega lifnaði eg til muna að sjá tækin komin að Hrófá. Og eg heiti ykkur því sem skoðið þennan bloggmyndavef að eg mun fylgjast vel með framvindu mála á næstu vikum og mánuðum hvernig verkið gengur. Þetta er ekkert annað en frábært að sjá tækin koma á álíka tíma og krían er að koma á Strandasvæðið ásamt öllum hinum fuglunum, jafnt fljúgandi sem akandi.
Gamli fyrrum verktakin frá Akranesi Jón Björgvinsson, nú ökuþór hjá verktakanum I J.