25.05.2008 23:29
KK, Kristján hlykkur yfirvegahönnuður Vegagerðarinnar á Vestfjörðum.
Í síðustu viku hitti ég Kristján Kristjánsson (Kristján hlykk) yfirvegahönnuður Vegagerðarinnar á Vestfjörðum, þennan mann hef reyndar hitt í nokkur skipti, og alltaf hefur talið borist að vegastæðum, hvar vegir skuli liggja og hvar ekki. Í öll skiptin höfum við ég og KK (hlykkur) verið ósamála hvernig og hvar vegir skuli liggja. Það er ekki af ástæðulausu að maðurinn sé kallaður hlykkur, hann er hlykkja meistari Íslandssögunar í að hanna vegi hlykkjótta. Nýjustu dæmin eins og ég hef áður minnst á eru Arnkötludalur og Gautsdalur og í Ísafjarðardjúpinu. Í síðustu viku fór ég vestur fyrir Mjóafjörð og myndaði vegin út í Hrútey og yfir til Skálavíkur. Annars skíra myndirnar sig alveg sjálfar hve fáránleg þessi hönnun er á þessum vegi og flestöllum vegum sem fyrnemdur hlykkur hefur hannað í gegnum árin, eintómir hlykkir og kallin æviráðin.
Skrifað af JH.