26.05.2008 22:40
H - dagurinn 40 ára í dag.
Það eru virkilega 40 ár síðan að hægri umferð var tekin upp á Íslandi 26 maí 1968 og Ragnar Bjarnason söng sér samið lag um að Íslendingar væru að skipta frá vinstri til hægri á vegum landsins, og mig minnir að lagið væri bara kallað H lagið. En ég man nákvæmlega hvað ég var að bardúsa á sveitasetrinu mínu berginu, ég var að sitja hjá lambfé fyrir framan Svörtubakkanna sem er svo til beint á móti Stakkanesi, og á þessum degi var talsverður snjór miðað við það sem er í dag, allt autt engin snjór. Þannig að tímarnir breytast og mennirnir með, allir aka hægramegin og allir eru löngu hættir að sitja hjá lambfé úti í móum í misjöfnum veðrum, allt lambfé ber núna innandyra í stórum og glæsilegum fjárhúsum. En svona í endirinn, í guðana bænum verum öll réttu megin á vegum og götum landsins, hægramegin.