29.05.2008 22:57
KSH og N1 voru búnir að ráða starfsfólk til sín áður en auglýsingin var sett upp í KSH og N1.
Aldrei er gaman að þurfa fjalla um vafasamar ráðningar fyrirtæka hvað þá á svona litlum stað eins og á Hólmavík. Ég sem foreldri get ekki setið með hendur í skauti án þess að minnast í nokkrum orðum á sumar afleysinga ráðningar hjá KSH og N1. Það hefur tíðkast hjá KSH og hjá ESSO nú N1 að ráða til vinnu unglinga sem eru búnir í 10 bekk og eru síðla sumars að fara til skóladvalar í öðrum landsfjórðungum. Ég á son sem verður 16 ára í byrjun júlí og hann sótti um starf hjá KSH og N1. En áður en auglýsing fyrrnefnda fyrirtæka var sett upp í KSH og N1 var manni búin að berast það til eyrna að búið væri að ráða ungling frá Ísafirði til starfa hjá N1, sem á ekki einu sinni heima í Strandabyggð, en er náskyld stjórnanda KSH og N1. Það er ekkert við þann ungling að sakast sem var ráðin hjá N1, aftur á móti verður að gera mikla athugasemd við þann sem réði sinn ættingja frá Ísafirði áður en auglýsing var sett upp. Svona vinnubrögð eins og hafa tíðkast í áratugi hjá KSH, sum sé stjórnanda KSH er með öllu ólíðandi. Ég hélt og hef haldið það að heimafólk sem á heima í Strandabyggð eigi að hafa forgang um vinnu í heimahéraði, það hefur alltof mikið tíðkast hjá stjórnanda KSH og gerir enn að ráða ættmenni sýn á hægri og vinstri. Í það minnsta eru þessar gjörðir stjórnandans nú og í gegnum árin honum til mikillar minnkunar. Hvort stjórnandi KSH hafi verið líka með puttana í svipaðri ráðningu aðkomumanns sem nýlega hóf störf hjá Strandabyggð reikna ég ekki með en aftur á móti eru miklar líkur á því að stjórnandi Strandabyggðar hafi komið nálægt þeirri ráðningu. Þessi tvö mál eru mjög svo lík á allan hátt. Ég sætti mig ekki við svona gamaldags vinnubrögð. Þó að sá sem þetta ritar hafi í áratugi þurft að kljást við stjórnanda KSH á ýmsum sviðum þá á stjórnandinn ekki láta það bitna á syni mínum sem hann gerði í þetta skipið. Pjakkurinn minn er fæddur 1992, en það voru ráðinn 1993 mótel í KSH. Þetta ofanritað er afar sorgleg staðreynd. Vonandi sjá menn að sér í komandi framtíð, annað væri óþolandi, þessi óþolandi hafa staðir yfir alltof lengi hér á Hólmavík.