04.06.2008 23:03

Allir saman, þá verður gaman. Gerum vatnstankinn flottan og fallegan fyrir Hamingjudagana.

Það eru tvö tákn sem maður tekur helst eftir þegar er komið til Hólmavíkur á bíl eða bát, Vatnstankurinn og Kirkjan. Það hefur verið í umræðunni að láta rífa vatnstankinn sem ég er alskostar ekki sáttur með. Það mundi ekki taka margar hendur langan tíma að rífa klæðninguna utan af tanknum og gera hann flottan fyrir Hamingjudagana. Í fyrstu atrennu væri best að mála hann alhvítan með sterkum litum inná milli. Og það væri ekki verra að fá snikkarann Hafþór Þórhallsson listamann til að sjá um verkið og gera stiga uppá tankinn ásamt traustu handriði uppá tanknum  og það væri stór gott að fá listamanninn sem var um tíma í Æðey og Landmannalaugum nú á Ísafirði Ómar Smára Kristinnson teiknara með meiru, að hann mundi teikna álíka skífu og útsýnisskífa er af því landi sem sést frá tanknum og svo framvegis, sum sé helstu kennileiti sem sjást frá tanknum. Og ekki væri verra ef keyptur væri stöndugur aðdráttar sjónauki og á næsta ári væri byggt hringlaga hús uppá og útaf tanknum og líka ofaní honum, þannig að lítið og krúttlegt kaffi hús væri alveg kjörið í og á þessum fagra stað. Og útsýnið gerist vart betra. Ég bið fólk endilega að koma með sitt álit með þennan blessaða vatnstank.  Byrjum sem allra fyrst á þessu að rífa klæðninguna af tanknum, helst fyrir 17 júní og fjölmennum upp við tankinn og sýnum hvað í okkur býr.  Sveitarstjórn Strandabyggðar hlýtur að vera samála þessu þarfa átaki, annað væri skrítið. Kílum á það núna ágætu Hólmvíkingar.