08.06.2008 22:25
Vatnadalur heimsóttur í dag.
Það voru rúmlega tveir mánuðir síðan að ég hef komið upp að Fitjum við Fitjavatn sem er langur tími miðað við hvað ég hef oft komið á þennan fallega stað sem Vatnadalur er. Það er mikið líf í dalnum núna sem endranær. Fuglalífið er allt í blóma og náttúran er öll að vakna með margskonar söngvum. Ég sá einn hvít snepplóttan ref við Hriman sem er á milli Hrófbergsvatns og Fitjavatns og heyrði í öðrum ref skammt þar frá. Þannig að miklar líkur eru á því að gren sé innan seilingar í dalnum. Og líka voru við Hrófbergsvatnið í dag 3 veiðimenn sem voru að reyna að veiða gómsæta bleikju sem er nóg af í vatninu. Þannig að dagurinn í dag veit á góða veiði í dalnum í sumar.
Álft á flugi yfir Fitjavatni í dag.