17.06.2008 22:16
Umhverfisnefnd Strandabyggðar veitir viðurkenningar í fjórum flokkum.
Í dag 17 júní voru veittar viðurkenningar sem voru á vegum Umhverfisnefndar Strandabyggðar fyrir snyrtilegasta sveitarbýlið í Strandabyggð sem hlaut Steinadalur í Kollafirði. Á Hólmavík var veitt fyrir snyrtilegasta garðinn sem hlaut Borgabraut 2, sá garður er snyrtilegur allt árið. Svo var veitt fyrirtæki sem skartaði snyrtilegasta alhliða fyrirtæki með vel skipulagða lóð og hvernig það er byggt upp fyrir augað frá öllum köntum, það hlaut Galdrasafnið. Og snyrtipinni staðarins sem byggði upp og málaði á sinn kostnað nokkur kvöld í röð leikvöllinn sem er í Höfðatúninu var engin annar en Líður Jónsson fyrrum Bitrungur nú Hólmvíkingur. Öll sem hlut eiga að máli til lukku með viðurkenningarnar.
Skrifað af JH.