22.06.2008 22:31
Sauðfjárveikivarnir lokið hliðinu. Nú er hliðið galopið og ef til vill mikil vá framundan?
Í fréttum nú undanfarið í fjölmiðlum og bloggvefum síðustu vikur hefur verið fjallað talsvert um þá frétt sem varðaði riðuveiki á bæ einum í Hrútafirði þar sem kom upp riðuveiki í sauðfé. Ég sem sannur sveitamaður og alinn upp í sveit tel ég mig vita svolítið um hvað riða snýst um. Riða í sauðfé er mjög slæmur sjúkdómur og smitleiðir eru því miður talsvert margar. Sauðfjárveikivarnirnar eins og þær voru og hétu voru nokkuð góðar meðan ríkið/Sauðfjárveikivarnirnar ásamt þeim sem voru ráðnir til að sjá um viðhald á þeim girðingum sem voru eyrnarmerktar Sauðfjárveikivörnum voru vel við haldið að mestu leiti. Ég tel mig vita nokkuð vel um þennan málaflokk vegna þess að ég ásamt mínum föður og bræðrum og fleirum komum nálægt viðhaldi þessara girðinga í all mörg ár. En núna er búið að ákveða að leggja niður girðingarnar á milli Steingrímsfjarðar og Þorskafjarðar og sömuleiðis girðingarnar á milli Bitrufjarðar og Gilsfjarðar. Þetta sem ég minnist hér á í stuttu máli er bara smá brotabrot af því sem ég veit og vil koma á framfæri síðar. Ég man þá tíð að þegar ég var inná Hrófbergi, kom í réttina á Hrófbergi nokkrar kindur frá Bæ í Hrútafirði þetta hefur verið sennilega um 1975 eða svo. Þannig að ég tel mikið óráð hjá yfirvöldum að leggja niður þær girðingar sem ég hef minnst á hér aðeins ofar. Að fórna Strandakjötinu og miklum gæðum þess í ginið á þeim sjúkdómi sem kom upp í Hrútafirði nú fyrir skömmu er með öllu óskiljanlegt. Mitt mottó er það að ríkið sem er Sauðfjárveikivarnir sjái sóma sinn í því að viðhalda þeim girðingum sem nú þegar hafa verið lagðar niður, og verða á næstu dögum orðnar stórhættulegar öllum þeim sem koma nálægt þessum girðingum, sem eru orðnar eins og myndirnar bera með sér, ríkinu sem er eigandi af þessum girðingum til mikillar skammar.
Skrifað af JH.