24.07.2008 22:41
Stórbændur á Ströndum í miklum önnum við að verka hey og koma því í hús.
Í dag sem flesta virka daga fer ég um sveitir Stranda með allskonar póst og varning til þeirra sem pantað hafa svo sem varahluti í vélar og svo framvegis. Bændur almennt á minni póstleið eru um þessar mundir í fullu í heyskap og kappkosta að reyna koma heyinu vel verkuðu í rúllur og eða í flatgryfjur. Og í dag þegar ég var að koma með póstinn til þeirra Smáhamrabænda/feðga var sjálfur höfðinginn Björn Karlsson mættur á sínum fjallabíl til að fylgjast með sýnu fólki sem var í óð og önn eins og myndirnar sína vel í fullu í heyskap. Og þar var líka sem tók við sýnum pósti Björn Pálsson óðalsbóndi á Grund ásamt útgerðarmanninum kvótagrósseranum á Hólmavík Unnari Ragnarssyni sem er alltaf hress að vanda og er líka mikill reiðmaður, ekki misskilja allavega á hestum. Ég smelti nokkrum myndum af þessum köppum sem eru sjaldan orðlausir, hvað segirðu í fréttum, er nokkuð að frétta, né það er ekkert að frétta, það getur ekki verið. Þannig var nú það.