28.07.2008 22:43
Klæðning á gamla vatnstankinum var rifin í dag. Verður gerður flottur innan fárra vikna.
Seinnipartinn í dag voru hrepparar og verktaki á vegum Strandabyggðar að rífa klæðningu utan af gamla vatnstankinum sem átti að láta rífa haustið 2006. En það rifrildi var stoppað af eins og sumir öruglega muna. Nú er árið 2008 og væntanleg komin önnur og betri sjónarmið hjá stjórnendum Strandabyggðar. Nú er búið að rífa utan af honum klæðninguna og sömuleiðis þakið/timbrið tekið af sem var orðið nokkuð fúið. En tankurinn sjálfur er naut sterkur og sér ekkert á honum. Þyktin í veggjum og lofti er um 30 sentimetrar að þykt og tankurinn er vel járnabintur og er þess vegna með sterkari byggingum sem finnast á Hólmavík. Hollvinasamtök vatnstanksins fara þess á leit við stjórnendur Strandabyggðar um að þau samtökin fái að gera tankinn eins og nýjan og flottann og til að byrja með verði byggður pallur upp á tanknum með öruggum handriðum og upp á tanknum verði sett útsýnisskífa vegna þess að þarna uppi er ólýsanlegt ústýni eins og flestir eiga nú að vita. Annars eru myndirnar sem ég tók af þessum hreinsunargjörning í dag segja miklu meira en einhver lexía sem fáir nenna að lesa. Hér eru MYNDIR sem ég tók af þessum mikla og þarfa hreinsunar verki sem var framkvæmd í dag.
Skrifað af JH.