29.08.2008 22:15
Samgöngunefnd Alþingis gisti á hóteli í Reykjavík, en fóru ekki nokkra km heim. Subbuskapur.
Ég get ekki orða bundist að heyra þessa frétt að Samgöngunefnd Alþingis hafa gist á hóteli í Reykjavík og megnið að nefndarmönnum eru búsettir á stór Reykjavíkursvæðinu, en fóru ekki samt heim örugglega vegna ölvunar, og eða dagpeninga. Mér finnst að ráðamenn þjóðarinnar eigi EKKI að gera svona lagað þegar þeir þurfa ekki að aka nema nokkra km heim. Svo eru þessir ágætu þingmenn að hvetja alla til að spara en eru sjálfir að eyða fjármunum þjóðarinnar í sig sjálfa, sem er ekki góð kennslustund, eða kvað finnst ykkur ágætu síðuskoðendur. ATH. Þessi mynd tengist ekki á einn eða neinn hátt þessari bloggfærslu.