29.08.2008 22:19

Kvótajöfrar fagna nýju kvótaári sem byrjar 1 sept, með miklum sukk veislum vítt og breitt um landið.

                        important-building[1]

Helvíti að eiga ekki nokkur tonn af kvóta og geta sukkað og spanderað kvóta fjármunum í flottar veislur og ég tala ekki um utanlandsferðir sem eru augsýnlega kvótajöfrum efst á óskalistanum, ásamt flottu jeppunum og húsbílunum. Ég sjálfur á engan kvóta en samt hef ég farið út fyrir landsteinanna í þrígang. 1989 fór ég til Grímseyjar á Skjálfanda og var þar ásamt frænda mínum að bora og sprenga grjót í flugvelli eyjaskeggja sem var frábær tími, vegna þess að eyjaskeggar eru svo rólegir og vakna um hádegisbilið og allir eyjaskeggjar voru og eru örugglega enn sú þjóðarstétt sem fólk á Íslandi verður að heimsækja sem allra fyrst. En í tvö skipti hef ég komið til Vestmannaeyja fyrst 1986 sem sóló flugmaður á einshreifils Cesna 152 rellu sem gekk vel, og í seinna skiptið var það árið 2000 þegar ég ásamt minni áskæru familíu sem þá vorum í sumarbústað í Ölfusborgum að renna til Bakka flugvallar og athuga hvort flug væri á næstu grösum til eyja. Í stuttu máli var það þannig að Hólmavíkufjölskyldan fékk far eins og skot til eyja og ekki nóg með það að sú sem tók á móti okkur í eyjum var Strandamanneska frá Bólstað í Steingrímsfirði sem var þá ásamt manni sínum eigandi að þessu flugfélagi. Þökk þeim fyrir. Sum sé er þetta í einu skiptin sem ég hef farið út fyrir landsteinanna. Þannig að örugglega ef? ég hef átt fiskikvóta í einhverjum tugum tonna þá hef ég væntanlega leikið þann leik að fara til Sólarlanda án þess að blikna og vera undrandi á því af öðrum til hvers ég og mín kvótafamilía værum að fara til sólarstrendur og líta niður til hinna fátæku kvótalausu fjölskyldna sem hafa einfaldlega ekki efni á því að spandera þeim fáu krónum sem eru til ráðstafanna hverju sinni. Til hamingju með nýtt kvótaár kvótajöfrar og endilega njótið þess að vera sannkallaðir kvóta sægreifar 21 aldarinnar.