05.09.2008 22:38

Jörðin Partur í Selárdal er til sölu hjá Fasteignarmiðstöðinni.


Tekið af heimasíðu Fasteignarmiðstöðvarinnar.    Fasteignamiðstöðin Hlíðasmara 17 sími 5503000 er með til sölu jörðina Part í Strandabyggð. Jörðin liggur innarlega á Selárdal, sem er langur og grösugur dalur er gengur til norð-vesturs úr Steingrímsfirði. Jörðin hefur tilheyrt Geirmundarstöðum. þótt hún sé ekki landfræðilegur hluti þeirrar jarðar. Partur liggur norðan Selár. Áin er ekki brúuð. Þarf því að aka yfir ána á vaði til að komast á vegarslóða er liggur inn á land jarðarinnar. Partur er talinn um eða yfir 600ha að stærð og skiptist í heiðaland og hálsa og vel gróið láglendi, vaxið víði- og birkikjarri sem liggur í flákum innst í landinu og til fjallsins sem þarna heitir Partsfjall eða Trékyllisheiði. Land jarðarinnar er markað af giljum til hliðanna á móti Gilstöðum til vesturs og Bólstað til austurs en af vatnaskilum á Trékyllisheiði til norðurs og vesturs þar sem saman liggja lönd jarða í Ófeigsfirði og Reykjafirði og jarða á Selárdal. Seláin sem dalurinn heitir eftir skiptir löndum og er all nokkurt vatnsfall og getur verið erfið yfirferðar í rigningatíð. Veitt er á fjórar stangir í ánni og er hún leigð út. Leigan gefur af sér lítils háttar arð. Veiðst hafa um 60 laxar að meðaltali og um 400 sjóreyðar (sjógengin bleikja) hvert sumar. Selárdalur er að stórum hluta óbyggður og er jörðin því algerlega ótengd umferð og menningu og engin föst búseta hefur verið þar um aldir. Talsverð rjúpnaveiði hefur verið í landinu. Nánari upplýsingar á skrifstofu FM. Sjá einnig www.fasteignamidstodin.is tilv.nr.10-1544