10.09.2008 22:46

Sjónmengunar sjónlínur sunnan og austan megin ruslahauganna er hægt að laga og það STRAX.

 


Í dag þegar ég var að fara með póstinn til Hnitbjarga tók ég myndir frá Víðidalsárræsinu á þjóðvegi 61 og svo frá Hnitbjörgum. Og ég er búin að hugsa það mikið hvernig sé best að loka sjónlínum frá veginum svo og frá Hnitbjörgum og Víðidalsá, þannig að maður sjái ekki hvaða starfsemi fer þarna fram, sum sé á ruslahaugunum. Notum BRETTIN. Já því ekki að nota brettin sem girðingu og raða þeim fallega upp og myndum þannig skothelda og fallega girðingu (umgjörð) eins og myndirnar sýna. Ég legg þessa tillögu fram til Sveitarstjórnar Strandabyggðar um það að BRETTIN verði ekki brotin og grafin, að brettin verði eins og áður er getið notuð sem veggur(girðing) svo að þeir sem fara um vegi sjái ekki hvað er innan girðingarinnar.

Ef eins og ég hef heyrt að hestamenn hafi hug á því að búa til löglegan hesta reiðvöll fyrir neðan ruslahaugana, eða við fjárréttina sem þar er vegna Unglingalandsmóts sem verður haldið 2010, þá verður að vera búið að gera einhvað meira en ekki neitt. Er það skilið, ég veit það best að segja ekki, hvort umráðalið ruslahaugana fatti hvað er ljótt og ógeðslegt, og hvað er flott og fallegt. Ég hvet alla þá sem hafa hug á því að gera þetta svæði sem ég hef minnst á svolítið vistlegra og fallegra en nú er, að tjá sig um ruslahaugana og þá þessa hugmynd almennt sem ég set hér fram. Í mínum huga er það ekki mikið mál gera ruslahaugana 100% fallegri og vistlegri en þeir hafa verið í frá fyrstu tíð. Endilega kommentið á þessa hugmynd, og auðvitað fleiri hugmyndir, ekki veitir af.  Losum okkur við brettin á einfaldan og fallegan, ekki síst á vistlegan hátt.  (Réttavíkin er sér kapituli og er okkur Hólmvíkingjum til skammar) meira um hana síðar.