20.09.2008 22:44
Hveraorka ehf borar í Hvaeavík.Hiti er um 80 í + og stefnir mun hærra.Nægt heit vatn er til staðar.
Góður árangur náðist við borun á holu til að ná upp heitu vatni fyrir Hveraorku ehf. Borað var í Hveravík við norðanverðan Steingrímsfjörð, víkin hét fyrrum Reykjarvík. Í fjörunni austan víkurinnar eru hverir og hæstur hiti hefur mælst 76°C. Sjór fellur yfir hverina. Á fyrri hluta síðustu aldar var steypt sundlaug í fjöruborðinu.
Holan var skáboruð og var ætlunin að skera jarðhitasprunguna ekki dýpra en í um 270-300 metrum. Fyrst var borað með lofti en í liðlega 250 metrum komu í holuna um 2 l/sek af um 80°C heitu vatni og eftir það var borað með hjólakrónu. Holan er 312,5 metra djúp og við loftdælingu koma upp um 40 l/sek af a.m.k. 73°C heitu vatni. Holan á eftir að hita sig upp.
Heimild.Sjá nánar hér hjá Ísor.