30.09.2008 22:51
Hvað er að frétta af undirbúning vegna fyrirhugaðs Unglingalandsmóts 2010 sem á að vera á Hólmavík?
Eitthvað er lítið að frétta af undyrbúningi fyrirhugaðs Unglingalandsmóts sem á að vera hér á Hólmavík sumarið 2010. Ekkert er farið að gera sem ég hef tekið eftir. Lítil sem engin umræða er á meðal fólks vegna þessa mikla viðburðar sem svona mót eru. Nú er senn komin vetur með snjó og frosti, þannig að á þessu ári verður lítið sem ekkert gert. Íþrótta völlurinn sem á að vera löglegur Íþrótta völlur er enn eins og hann var fyrir ári síðan, óhreyfður og er ekkert annað en drullu pittur. Reiðvöllur er sömuleiðis ekki til fyrir utan allt annað sem er heill hellingur eftir að gera, sem verður að gera næsta sumar ef þá þar að segja tekst. Ég hef á undanförnum dögum og vikum fengið allmarga tölvupósta um það hvað væri að frétta af undirbúningi vegna þessa móts sem á víst að fara fram síðla sumars 2010. Svar/svör óskast frá þeim aðilum sem koma nálagt Unglingalandsmótinu hér á Hólmavík 2010.
Hér eru umræðu tenglar um þetta Unglingalandsmót STR 1 UMRÆÐA. STR 2 UMRÆÐA.
Skrifað af Hólmavík.