15.10.2008 22:40
Veður fer kólnandi um og eftir helgina, á að fara að snjóa og frista.
Norðlæg átt, yfirleitt á bilinu 3-10 m/s. Skýjað og sums staðar dálítil ringing norðan- og austanlands en víða léttskýjað sunnan- og vestanlands. Snýst í vaxandi sunnanátt í nótt, 8-13 m/s um hádegi. Rigning um vestanvert landið í fyrramálið og einnig sunnanlands eftir hádegi, en heldur hægari og þurrt að mestu norðaustantil. Hiti 0 til 7 stig, vægt frost í innsveitum í nótt, en heldur hlýrra á morgun.
Á föstudag: Sunnan og suðvestanátt, víða 5-10 m/s, en hvassari við suðurströndina. Bjartviðri norðaustantil á landinu, annars rigning eða skúrir. Hiti 2 til 8 stig. Á laugardag:
Norðvestanátt, allhvöss við norðausturströndina, en hægari annars staðar. Él norðantil, en bjartviðri á sunnanverðu landinu. Hiti um eða undir frostmarki. Á sunnudag:
Austlæg átt og víða él, en úrkomulítið V-lands og í innsveitum á N-landi. Hiti breytist lítið.
Á mánudag og þriðjudag: Ákveðin norðanátt, snjókoma eða él N- og A-lands, annars þurrt. Frost 0 til 5 stig. Á miðvikudag: Snýst líklega í suðlæga átt, með hlýnandi veðri.