09.12.2008 23:01
Skandall. Umhverfisráðherrann (leggur til) er að friðlýsa frá Skorarheiði og suður til Kaldalóns.
Er kellingin að vera vitlaus? Umhverfisráðherrann hugsar einvörðungu um blóm og plöntur en ekki neitt um fuglalíf sem þá mun hverfa að mestu leiti, sem er orðið nú þegar mjög lítið vegna friðunar tófunar, sem ryksugar allt kvikt og er einungis uppeldisstöð handa henni (refnum), sjáanlega sér hannað til að útríma öllu fuglalífi á þessu svæði. Og ekki batnar það ef þessi fyrirhuguð friðlýsing nær fram að ganga, og það inní Kaldalón.
bb.is | 09.12.2008 | 07:11Snæfjallaströnd og Kaldalón friðlýst
Fyrirhugað er að friðlýsa Snæfjallaströnd og Kaldalón samkvæmt tillögu Þórunnar Sveinbjarnardóttur, umhverfisráðherra. Alls er lagt til að þrettán svæði á landinu verði friðlýst. Umhverfisráðherra hefur lagt fram þingsályktunartillögu um nýja náttúruverndaráætlun fyrir árið 2009-2013. Snæfjallaströnd og Kaldalón eru talin mikilvæg fyrir sjaldgæfar háplöntur m.a. dílaburkna, stóraburkna, fjöllafung, þúsundblaðarós, fjallabláklukku, skollaber og sandmunablóm. Áhersla verður lögð á gott samstarf við landeigendur, viðkomandi sveitarstjórnir og heimamenn við framkvæmd náttúrverndaráætlunar og verður gerð grein fyrir framkvæmd hennar auk annarrar friðlýsingar sem hugsanlega verður ráðist í.