19.12.2008 21:58
Eru Hreindýr að koma til Vestfjarða?
Hreindýr (fræðiheiti Rangifer tarandus) eru hjartardýr sem finna má víða á norðurhveli jarðar. Þau eru einstaklega vel aðlöguð að lifa af kulda og snjóþyngsli að vetrarlagi. Andstætt öllum öðrum hjartardýrum bera bæði kynin horn Kvenkyns hreindýr nefnist simla (eða hreinkýr), og karlkyns hreindýr nefnist hreinn (eða hreintarfur).
Hreindýr má finna á Íslandi, Noregi, norðurhluta Svíþjóðar og Finnlands, á Svalbarða á norðursvæði evrópska hluta Rússlands þar á meðal Novaya Zemlya í Asíu hluta Rússlands allt til Kyrrahafs í Norður-Ameríku á Grænlandi í Kanada og Alaska.
Tamin hreindýr er aðallega að finna í norður Skandinavíu og Rússlandi (bæði í evrópska hlutanum og í Síberíu). Villt hreindýr er að finna í Norður-Ameríku og á Grænlandi. Hreindýr í Norður Ameríku og á Grænlandi eru villt en einu núlifandi villtu hreindýrin í Evrópu er að finna á nokkrum stöðum hátt til fjalla í suður Noregi. Íslensku hreindýrin eru afkomendur taminna norskra hreindýra þó svo að þau séu nú villt. +
Innan fárra missera munu verða flutt hreindýr frá Grænlandi til Vestfjarða. Vestfirðir eru að mörguleiti líkir í lögun og Grænlengst land er. Hreindýrabændur á Grænlandi hafa í árana rás verið þar í landi í fararbroddi með ræktun á vöðvamiklum og safaríkum Hreindýrum sem kvu vera gómsæt með talsverðum lingberjarkeim í eftirbragð. Hugmynd Skotvís og annarra veiðimanna sem hafa komið nálægt þessu einstaka verkefni er að Hreindýrin verði flutt á Barðaströndina svo og í Vatnadal og Staðardal á Ströndum. Um fjölda dýra er ekki alveg komið á hreint, en í byrjun er talið að um einhverja tugi sé um að ræða. Þannig að innan fárra ára vænta þessir Hreindýra frumkvöðlar til þess að um talsverðan hagnað landeigenda sé um að ræða, samanber eftirspurn um veiðileyfi á Hreindýrum var um 50% meira en reiknað var með. Þá er bara að vona að frumkvöðlaverkefnið Hreindýramannanna verði að veruleika og verði farið af stað fyrir að fullut á vormánuðum 2009. Skógarbændur vinir mínir í Bjarnarfirði eru ekki par hrifnir af þessu framtaki Hreindýramannanna, sem ég skil engan vegin. Skógarbændur og Hreindýrabændur geta vel unnið saman ef vilji er til, annað væri fjarstæða. Ég vænti málefnilegrar umræðu á mínum frétta blogg vef, og án nokkra fordóma. En í lokin þetta. Vantar ekki í sveitir landsins fjölbreyttari verkefni? . Hreindýr mundu krydda talsvert uppá sveitir Vestfjarða, sem ekki veitir af, og það á krepputímum.