23.04.2009 21:49
Skotfélag Hólmavíkur var stofnað í kvöld á sumardeginum fyrsta.
Skotfélag Hólmavíkur var
stofnað í kvöld í Björgunarsveitarhúsinu hér á Hólmavík. Stofnfélagar eru nú
þegar orðnir 24 og von er á fleirum á næstunni. Og á fundinum var samþykkt að
kanna hvort að ekki væri hægt að fá sem æfingastað svæði uppí Húsadal, sem virðist
vera gott svæði til skotæfinga.
Stjórn var kosin sem er
þessi, Gunnar Sigurður Jónsson formaður, Gunnar Logi Björnsson, Alferð Gestur
Símonarson, Sigurður Marinó Þorvaldsson og Úlfar Hentze Pálsson, og til vara
Már Ólafsson og Arnar Barði Daðasson.
Skrifað af J.H. Hólmavík.