22.07.2009 21:33

Arnkötlu og Gautsdalir í kvöld. Verkið þokast áfram en umferð verður hleypt á vegin á haustdögum.



Ég hitti verkstjórann í kvöld sem sagði mér það að það sé stemmt á að ottandekk (bundið slitlag) verði komið á allan Arnkötludal fyrir ágúst lok, uppá Þröskulda.
Og að verkinu verði fullu lokið fyrir desember næstkomandi. Þannig að Gautsdalur verður að öllum líkindum ekki komin með bundið slitlag fyrr en á næsta ári 2010, en samt fær öllum bílum og verður snjómokstur á veginum 6 daga vikunar eftir þeim upplýsingum sem ég hef þefað uppi síðustu daga. Mikið framfaraspor er að komast á kortið í vegamálum okkar Vestfirðinga með heilsársvegi um þessa gullfallegu dali ásamt með brúnni yfir Mjóafjörð í djúpinu. Þannig að stytting vegarins á milli Ísafjarðar og Reykjavíkur er um heila 80 km sem er nú talsvert mikið framfaraspor og það á Vestfjörðum.