18.11.2009 18:12
Mokstursdagar ákveðnir frá Búðardal um Arnkötludal til Bolungarvíkur og frá Brú og norður Strandir.
Samgönguráðherra Kristján Möller hefur gefið út mokstursdaga á leiðinni frá Búðardal um Arnkötludal og til Bolungarvíkur og sömuleiðis frá Staðarskála í Hrútafirði norður Strandir að Hrófá í Steingrímsfirði og norður í Árneshrepp.
Mokstursdagar eru þessir. Frá Búðardal um Arnkötludal og til Bolungarvíkur verður mokað 6 sinnum í viku. Frá Staðarskála og norður Strandir að Hrófá verður mokað 5 sinnum í viku, var áður 6 sinnum í viku. Frá Hólmavík og til Drangsnes verður mokað 5 sinnum í viku, var áður 6 sinnum í viku. Og norður í Árneshrepp verður mokað vikulega fram til 5 janúar 2010, þannig að þetta snýst allt um veðurfar og snjóalög hvernig á öllum þessum ofangreindum mokstursleiðum tekst til að halda leiðunum greiðfærum. Og líka var mér tjáð það að með hálkuvarnir verður dregið úr þeim, sérstaklega með að saltbera hálku á vegum á Vestfjörðum og örugglega á landinu öllu.