02.12.2009 09:13
Hugleiðingar um veðurfar (spá) vetrar gagnvart tungli og skildum fræðum, ef fræði skildi kalla.
Spáum í tunglið og veðurfar fram til vors 2010.
Um miðjan desembermánuð breytist veðurfar til suðaustlægar áttar og verða fremur mildir dagar fram í miðjan janúar. Austanáttir munu leika stórt hlutverk fram til ca 10 febrúar eða svo.
Nítt Góutungl kviknar 14 febrúar í NNA kl 02.051 sem er frekar slæmt og veit ekki á gott næstu 25 til 30 daga, hætt við bölvuðum leiðindum í veðrinu. Páskatunglið er lítið betra sem kviknar 15 mars kl 21.01 í VNV sem veit á úrsýning og veðurfar óstöðugt.
Þá förum við að tala saman.
Sumartunglið kviknar 14 apríl kl 12.29 í SSA sem veit á mjög gott og sólfars sunnan vinda leika um okkar vanga. Ég læt þessa speki mína duga að sinni, en vona að einhverjir hafi gaman af þessum gömlu fræðum sem voru notaðar af gömlum mönnum og konum sem eru löngu farinn yfir móðuna miklu. Þar og meðal notaði móðir mín heitin þessa fræði sem oftar en ekki var henni í vil.
Skrifað af J.H. Hólmavík.