13.12.2009 19:56
Jólasveinar. Dagur 2.
Gemsagaur er annar,
grallari og dóni.
Hann einkennist af síma
með slæmum hringitóni.
Lengi er hann að svara
og lætur síman hringja.
Í bíó tekur gemsann
og beint í tól mun syngja.
-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
grallari og dóni.
Hann einkennist af síma
með slæmum hringitóni.
Lengi er hann að svara
og lætur síman hringja.
Í bíó tekur gemsann
og beint í tól mun syngja.
-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Björgúlfsaur var annar,
með gráa hausinn sinn.
Hann skreið úr skipi hafsins
og skaust í bankann inn.
Hann faldi sig í Rússlandi
og froðunni stal,
meðan bjórmeistarinn átti
við Yeltsín gamla tal.
Skrifað af J.H. Hólmavík.