21.12.2009 21:52

Vegagerðin er enn að tönglast á Þröskuldum, þegar Tunguheiði var slegið af.



Í dag bárust til áskrifanda Framkvæmdafrétta Vegagerðarinnar nýjasta tölublað nr 19.09.  Í stuttu máli skrifar  G. P Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar um nöfnin Þröskulda - Arnkötludag og Gautsdal, eða hvað á vegurinn að heita.

1 október síðastliðin skrifaði Hreinn Haraldsson Vegamálastjóri mér bréf vegna áskorunarhóps sem var stofnaður á Facebook um nafnið Tunguheiði sem Vegagerðin ætlaði að klína á nýja vegin (sjá svar neðar).  Þar kemur skírt fram hjá Vegamálastjóra að vegurinn um Arnkötludal og Gautsdal hafi alltaf og muni alltaf kalla þessa nýju leið Djúpveg um Arnkötludal, og engar fyriráætlanir að breyta því. Tilvitnun líkur.

G. P Matthíasson segir nafnið Þröskulda sé notuð vegna færðin um Þröskulda - þar sem færðin sé erfiðust, og þar sé líka veðurstöð fyrir V R. Tilvitnum líkur.   Vegagerðin er alltaf ef snjókorn fellur af himni ofan, að auglýsa óveður/ófærð um 269 metra langa á breiddina Þröskulda ófæra, þvæla.   Arnkötludalur er 12,5 km og Gautsdalur er um 10 + láglendi, heildin á veginum er um 24,5 km.

Það vita það allir sem vilja vita það að Vegagerðin vildi aldrei veg um Arnkötludal og Gautsdal, sömu sögu er að segja með vegin um Steingrímsfjarðarheiðina, Vegagerðin nokkrir kallar á hennar vegum sögðu nei takk, fyrst viljum við fá nýjan veg um Strandir og út á Drangsnes. Vegagerðin getur ekki og má ekki skjóta þennan ágæta veg á kaf áður en snjór fellur af himni. Hann er vindasamur á toppnum og í Gautsdal, það vitum við en Arnkötludalur er eins og hver annar dalur sem er þvert á landið, ef menn á annað borð kunna að lesa í veður og landið líka.

G. P Matthíasson segist fara eftir óskum heimamanna með nafn á vegin. Það hefur Vegagerðin ekki gert, Vegagerðin fer eftir óskum þeirra manna sem vinna hér á Ströndum hjá Vegagerðinni, ekki hjá almenningi á svæðinu. Á Favebook eru yfir 600 manns sem hafa farið fram á það að vegurinn heiti ekki Tunguheiði, hvað þá Þröskuldar, nei takk Vegagerð.

Hvað segir Vegagerðin ef Holtavörðuheiðin yrði kölluð Bláhæð. Steingrímsfjarðarheiðin er sjaldan ófær og ætti þá að kalla vegin Norðdalsveg, eða Margrétarvatnsveg? ég bara spyr. Vegagerðin á ekki að komast upp með það að skíra nöfn á vegum, þó að hennar starfsmenn séu daglega á veginum og það eru fleiri en þeir sem aka um þennan veg daglega.   Orð Vegamálastjóra síðan 1 október 2009 skulu standa, annars er Vegamálastjóri Hreinn Haraldsson að skrökva að mér og 600 öðrum sem hafa skorað á hann sem Vegamálastjóra að standa við orð sýn að vegur nr 61 heiti Djúpvegur um Arnkötludal um ókomna framtíð.  Afrit af þessu bréfi verður sent Hreini Haraldssyni Vegamálastjóra og G. P Matthíassyni upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar.

Sæll Jón.  Svar frá Veganálastjóra barst 1 október 2009.
Ég skil ekki þessa umræðu sem er í gangi eða þína fullyrðingu um að það hafi verið ákveðið í höfuðstöðvum Vegagerðarinnar að kalla nýjan veg um Arnkötludal Tunguheiði, og vísa samtímis á bug stóryrðum þí...num um vanvirðu stofnunarinnar við að búa til heiti á þennan veg. Það hefur hreinlega ekki komið til tals hér í svokölluðum höfuðstöðvum að taka upp heitið Tunguheiði, það er einhver mikill misskilningur þar á ferðinni. Við höfum kallað þessa nýju leið Djúpveg um Arnkötludal, og engar fyrirætlanir um að breyta því. Það er a.m.k. alveg óhætt að blása af herferð á Facebook gegn heitinu Tunguheiði, það stendur ekki til að taka það upp og hefur aldrei staðið til.
Með kveðju
Hreinn Haraldsson

Hér er pistill G. Péturs http://www.vegagerdin.is