13.05.2010 12:58

Hugleiðingar um merkan dag 29 maí nk, þá verða kosningar, júróvíson + Strandatröll




Það er ekki á hverjum degi að maður geti haldið þrjú partí og það á sama kvöldinu, og nánast allt á sama tíma. Dagurinn byrjar með kosningakjaftæði og kosningaóróa hjá íbúum í Strandabyggðar, það eru nefnilega tveir framboðslistar í framboði í Strandabyggð.
Í byrjun mánaðarins heyrði maður að þrír framboðslistar yrðu í kjöri í Strandabyggð 29 maí.
En einhvað hefur skeð hjá þeim listamönnum sem ráða för hjá J listafólki sem skipa þann lista.
Þar virðast vera fólk sem er flokksbundið hjá svo nefndum fjórflokkum en samt svíkja lit án þess að spyrja kóng né prest hjá sínum flokks leiðtogum sem eru hjá viðkomandi flokkum í Strandabyggð.
J listinn hafnaði þaulreyndum sveitarstjórnarmanni/mönnum sem óskaði eftir að vinna áfram með joðlistamönnum.  En á þessum lista er umhverfismótmælandi sem í raun ætti að vera  hjá vinstri grænum, þar á frambjóðandinn örugglega heima.
Þá er það VG í Strandabyggð, þar er efstur á blaði menningarfulltrúi Vestfjarða hvorki meira né minna.  Einhver mun hugsa á þá leið, bræður munu berjast, eða hvað. Það er svolítið skondið að tveir efstu á lista VG eru þjóðfræðingar, annar undan bændum og hinn undan alþingismanni og sá þriðji er rakin sveitastrákur úr Borgarfirði en núna stórbóndi og tónlistarmaður og kórastjóri og bíladellukall ásamt mörgu öðru, sem er bara gottn í Kollafirði á Ströndum.
Ég spyr mig og spyr aðra þegna Strandabyggðar um ýmislegt sem tengast þessum tveimur framboðum sem eru í boði í Strandabyggð 29 maí 2010.
Topparnir á þessum listum eru bræður og báðir reka þeir fyrirtæki hér á Ströndum og sum
þeirra hafa tengst á einn eða annan hátt sveitarstjórn Strandabyggðar vegna ýmsra mála sem fram hafa komið á síðustu misserum eða svo. 
Ég spyr mig sjálfan að því hvernig ætla þeir bræður að fjalla um þau fyrirtæki sem snúa að þeim? verður þá kallað á varamann? sem hefur verið mataður af sínum flokksfélögum hvað hann eða hún eiga að segja. Þetta er umhugsunarefni fyrir okkur sem búa hér, hvernig á að túlka það orð sem kallast vanhæfni, ég bara spyr. En að framan sögðu ætla ég ekki nánar að fjalla um þau framboð sem eru í framboði í Strandabyggð 2010. Það er nokkuð ljóst hver verður næsti sveitarstjóri Strandabyggðar 2010.

En að öðru, líka 29 maí verður Júróvíson og þá verður allt brjálað á Íslandi og víðar í Evrópu. Lagið sem Hera Björk flytur er að mínum dómi mun lakara en það var fyrir breytingu, Hera tekur enga áhættu með að fara á efstu hæðir en fer miðlungs upp á við, sem mér sem ómenntuðum tónlistarmanni vera frekar slappt. Annars er Hera frábær tónlistarmaður og vonandi
muni henni ganga vel í keppninni í ár, en lögin núna eru frekar döpur og illa útsett og minna mann á gamla og gráa tíma.

Og að endingu munu Strandatröllin á Ströndum loka snjólausa sleðaárinu með slútt kvöldi vonandi á Kaffi Riis þetta sama kvöld og vonumst eftir að öll Strandatröllin og vinir og ættingjar þeirra ásamt mökum mæti á þetta slútt kvöld og geri gott kvöld gulli betra.
Það veitir ekki af að þjappa saman þeim aðilum sem vilja virkilega standa saman um gott félag og góðan félagsanda. Það á nú ekki að þurfa að snjóa allt í kaf svo að félagsandinn komi í ljós. Og líka það þó að árinn 2007 og 2008 séu löngu horfin á braut sem betur fer, þá á að vera hægt að fara í sleðaferð án þess að það kosti mikla fjármuni. Ég vona það svo sannarlega að Strandatröllin taki sér tak og vakni upp úr djúpum dvala og endurtaki fyrrum þann sleða þrótt og vilja og fari á bak sínum reiðskjóta og bruni til fjalla eins og ég síðustjóri hefur gert í rúm 35 ár eða svo.

Kv frá Strandabyggð þar sem fólk er í fyrirrúmi umfram allt annað, 29 maí 2010.