16.05.2010 12:32
Indriði á Skjaldfönn skrifar magnaða grein í Bændablaðinu um friðun refs á Hornströndum.
Grein Indriða stórbónda Aðalsteinssonar á Skjaldfönn í Bændablaðinu 13 maí 2010, mögnuð grein.
Bændablaðið 13 maí. Grein Indriða á Skjaldfönn.
Vísur sem fylgja greininni.
Betra er að vera guði gerði ger
greindur bónda stauli.
En að heita hvað sem er
Hámenntaður auli. Spekinganna flokkur fríður
ferðar ekki lengi bíður.
Og í blaði, séð ég hef
sóttist vel að merkja ref.
Spekinganna flokkur fríð
ferðar ekki lengi bíður.
Og í blaði, séð ég hef
sóttist vel að merkja ref.
Haustið kom hríðar kargar
heldur var þá fátt til bjargar.
Ef fryðland ekki fæðu gefur.
Til ferðar býr sig svangur refur.
Austur og suður heldur hjörðin
hverfa að baki Drangaskörðin.
Yfir jökul aðrir blíða
ekki spara fætur sína.
Djúpsins byggðir heilla hugann
hér er fjölmörg matarsmugan.
Lyftast vonglóð loðin stýri
líta við á Rauðamýri.
Fjórir þeirra feigir hittu
fantagóða refaskyttu.
Svo í pósti sendir vini
sjálfum Páli Hersteinssyni.
Vísinda vöskum smið
var þá heldur illa við.
Skynsemi fyrir skaut því lotu
Skömmin hefur villst í þoku.
Páli gerðist brátt í brók
bitur reiði manninn skók.
Ætti að fá sér auðnurýr
Annarskonar gæludýr.