16.06.2010 06:16
Golfmót 17 júní.
17 júní verður haldið golfmót á Skeljavíkurvelli kl. 16,35.
Mótið er með því fyrirkomulagi að vanur og óvanur spila saman í liði, svokallaður betribolti sem er þannig að báðir liðsmenn slá boltann frá þeim stað sem þeir telja vera í betri stöðu. Jafnframt verður opið hús frá 15,30 í Golfskálanum , seldar verða vöfflur og kakó á 500 kr.
Þáttökugjald í mótinu er kr.1000,-
Skráning á staðnum. Spilaðar eru 9 holur.
Óvanir eru sérstaklega hvattir til að mæta og þurfa þeir ekki að vera með kylfur eða bolta.
Mótanefnd GHÓ
Skrifað af J.H. Hólmavík.