25.06.2010 11:52

Í kvöld var síðasti Menningarmálafundurinn hjá þessari nefnd. Ný nefnd tekur við í byrjun júlí



Frá vinstri á þessari mynd. Kristín S. Einarsdóttir framkvæmdastjóri Hamingjudagana 2010, Rúna Stína Ásgrímsdóttir, Guðrún Guðfinnsdóttir, Salbjörg Engilbertsdóttir, Ása Einarsdóttir og undirritaður.

Þessi menningarmálanefnd hefur starfað síðustu 4 árin og hefur fundað mikið um allskonar menningarmál og þeim tengt, þeirra mest hefur verið skipulagning Hamingjudagana sem er orðið talsvert stórt batterí. Ég vil þakka mínu nefndarfólki fyrir gott og farsælt starf á þeim 4 árum sem ég hef starfað með því.
Í næstu viku eru Hamingjudagarnir á Hólmavík og bærinn okkar og sveitin eru á fullu við að fegra og taka til og líka það að hvert litahverfi kemur með sinn baráttusöng sem koma allir saman við Klifs tún(Kirkjuhvamminn) þar sem Hnallþóruhlaðborð og Hamingjutónar hljóma, svo er skundað á tónleika í Bragganum áður en er farið á ballið með hljómsveitinni Hraun og Svavari Knúti.
Góða skemmtun.