04.09.2010 05:05
Tveir 55 ára gamlir bátar báðir í öðru sæti. Annar þeirra er Grímsey ST 2 Heimild aflafréttir.is
Það eru nokkrir bátar hérna við land sem eru komnir í og yfir 50 ára aldurinn sem ennþá eru gerðir út. Inná dragnótalistanum og netalistanum má finna tvo þannig báta sem eiga nokkuð sameiginlegt. Báðir þessir bátar eru smíðaðir í Hollandi og það sama árið 1955. Þeir eiga því 55 ára afmæli í ár.
Grímsey ST er fyrri báturinn enn hann stundaði dragnótaveiðar í ágúst og gekk vægast sagt þrusuvel. hann náði að vinna sig upp listann og alveg á toppinn eða þangað til Geir ÞH kom og stakk af þar. Þrátt fyrir það þá gekk Grímsey ST vel og endaði í öðru sætinu eftir að hafa landað 45 tonn í 7 róðrum. mest komst báturinn í 12,3 tonn í einum róðri. Grímsey ST var gerður út frá Drangsnesi. Endaði Grímsey ´ST í 128 tonnum í 17 róðrum eða 7,5 tonn í róðri sem er feiknargóður meðalafli.
Nánar hér http://aflafrettir.123.is/
Skrifað af J.H. Hólmavík.