21.09.2010 05:12
Sveitarstjórn Strandabyggðar fær bréf frá Þjóðfræðistofu og Lýður Jónsson fékk ekki tankinn
Tilboð frá Lýð Jónssyni í gamla vatnstankinn . Sveitarstjórn þakkar fyrir tilboðið en hafnar erindinu. Sveitarstjórn hefur ekki tekið ákvörðun um framtíð gamla vatnstanksins á Hólmavík að svo stöddu.
Erindi frá Þjóðfræðistofu um lista- og fræðimannsíbúð á Hólmavík. Katla Kjartansdóttir kynnti erindi Þjóðfræðistofu þar sem óskað er eftir styrk frá sveitarfélaginu Strandabyggð fyrir leigu á Hafnarbraut 7 með það að markmiði að nýta húsið sem lista- og fræðimannaíbúð á Hólmavík. Sveitarstjórn finnst hugmyndin mjög áhugaverð og vísar erindinu til Menningarmálanefndar þar sem Þjóðfræðistofa hefur áhuga á að kynna erindið enn frekar.
Í skýrslu sveitarstjóra er fjallað um framkvæmdir í sveitarfélaginu. Unnið hefur verið að viðgerð eftirtalinna rétta: Kirkubólsrétt, Staðarrétt og Skeljavíkurrétt. Þá hefur verið unnið að gatnaviðgerðurm: Malbik var yfirlagt í brekkunni á Vitabrautinni og upp að skóla og á planið þar. Eins hefur verið farið í holufyllingar í Lækjartúni. Gámasvæði í Skothúsvík er tilbúið fyrir flutning gáma á svæðið. Þessi sveitarstjórnarfundur er svolítið grár? Nánar á vef Strandabyggðar.