14.10.2010 05:34

Á morgun 14 október er eitt ár frá opnun vegarins um Arnkötludal.



Í félagsheimilinu á Hólmavík í fyrra flutti þáverandi Samgönguráðherra KLM þessar þrjár vísur.

Einn talaði oft um veg yfir vegleysur og hraun.

Einn vitnaði í samtök, er ynnu þyngstu raun.

Einn mældi fyrir vegi og vissi upp á hár,

hvar vegur ætti að koma... Svo liðu hundrað ár.


En loksins hætti æskan að lúta þeirra sið.

sem líta fjærst til baka, en aldrei fram á við.

Og æskan, hún er samhent og sagði: Hér er ég.

Og sjá, hún ruddi hraunið og lagði nýjan veg.


Er starfinu var lokið og leyst hin mikla þraut,

fannst lýðum öllum sjálfsagt, að þarna væri braut.

En víða eru í byggðunum björg og keldur enn,

sem bíða ykkar, stórhuga vegabótamenn.

Tilvitnun ráðherra líkur.

Til hamingju allir Vestfirðingar og aðrir landsmenn að vera búinn að hafa þennan veg í eitt ár og  það með góðum árangri eins og búast mátti við alla vega hjá þeim sem til þekktu. Og með tilkomu þessarar stórgóða vegar hefur ferðamönnum fjölgað á Ströndum um tugi % sem þíðir meiri veltu hjá þeim sem reka verslanir - ferðaþjónustu - sundlauga gestum fjölgaði helling og svo framvegis. Þannig að útlit á mínu fallega Strandasvæði er bara gott á flesta vegu um ókomin ár. Og ekki má gleyma því að Kaupfélag Steingrímsfjarðar er að stækka sitt húsnæði um þessar mundir vegna fjölgunar ferðamanna til Stranda og svo fer sjoppan hjá N1 inn í Kaupfélagið sem verður frá og með næsta vori opið alla daga sem verður mikil framför fyrir alla. Og í lokin vill fólk flytja til Hólmavíkur en það er húsnæðisskortur á svæðinu eins og er, þannig að það er bara bjart yfir íbúum í það minnsta við Steingrímsfjörðinn.

Hvað er að frétta af þessum minnisvarða sem átti að setja upp í Arnkötludal?