01.12.2010 05:12
Er fólkið lasið?. Ef ég minnist á hunda eða hundaskít þá fæ ég þennan ófögnuð heim til mín
Að gefnu tilefni verð ég nú að segja frá því sem ég hef ekki verið að fjalla um hér á mínum vef nema í myndum en ekki orðum, er það ef ég minnist á hunda eða hundaskít þá fæ ég heimsendan hundaskít frá einhverjum hundaeiganda hér í bæ, sem getur ekki þolað umfjöllun um hunda né hvað ég/við sjáum út um eldhúsgluggann og víðar frá mínu heimili. Að koma með hundaskít og planta honum á stétt og eða við útidyrahurðina hjá mér er þeim sem gerði slíkt til háborunar skammar, og það getur kostað hundaeigendur það að Strandabyggð (Sveitarstjórn) setji mun strangari reglur um hundaeign í Strandabyggð og jafnvel setji bann við að hundar verði á Hólmavík, sem er sjálfum hundaeigendum sjálfum að kenna en ekki aumingja hundunum. Sá sem hegðar sér svona sem myndirnar sína er hundaeigandanum sjálfum að kenna, ekki hundinum sem þarf auðvitað að gera sínar þarfir af og til eins og við sjálf, nema að við mannfólkið notar klósett en ekki grey hundarnir. Ég er hundfúll hvernig eigendur hunda hegða sér hér á Hólmavík og á flestum stöðum á landi voru.