01.12.2010 05:25
Drottin blessi vora þjóð.Stjórnlagaþing í dag.SLAND eitt kjördæmi landsbyggðin 8% Rvk 88%
Í dag var gjört kunngjört hverjir mundu hafa verið kosnir til setu til Stjórnlagaþings 2011. Mikil vonbrigði var að sjá það að landsbyggðin fékk einungis 3 fulltrúa en Reykjarvíkursvæðið fékk 22 fulltrúa, þannig að Reykjarvíkursvæðið fékk 88% en landsbyggðin fékk einungis 8% . Þannig ef yrði kosið til Alþingis þá væri talan þannig að Reykjarvíkursvæðið mundi fá 55 þingmenn en landsbyggðin fengi einungis 8 þingmenn.
Þá spyr ég sem landsbyggðarmaður, vill einhver hafa ÍSLAND sem eitt kjördæmi? Svarið hlýtur að vera stórt NEI ef maður á að taka mark á þessari Stjórnlagaþingskosningu sem var gerð kunngjörð í dag, og við hljótum að velta þessari spurningu fyrir okkur hvort við landsbyggðarfólkið viljum hafa landið sem eitt KJÖRDÆMI, mér finnst það hæpið, alla vega ekki réttlátt. Þá spyr ég í lokin, vill það fólk sem vill að ÍSLAND verði eitt kjördæmi? Ekki getað komist til Vestfjarða og fleiri landsbyggðarstaða, og þar á meðal til eins sem var í kjöri - til Djúpuvíkur á Ströndum, sem Reykjarvíkurliðið veit lítið sem ekkert um. Ætli Reykjarvíkurliðið viti um hvað málið snýst um, nema að sötra mjöð á 101 í Reykjavík. ÍSLAND EITT KJÖRDÆMI NEI TAKK, ÍSLAND LENGI LIFI.