09.12.2010 04:28

Frændur urðu gamlir í dag, annar er Bjarnason en hinn Halldórsson og feður þeirra bræður.





Þessir afmælis garpar hafa marga hildina háð í gegnum árana rás, þó alltaf af hinu góða, enda hafa þeir svipaðan bakgrunn og ef til vill húmor, og ekki nóg með það að þeir eigi sama afmælisdag sem er í dag 8 desember sá eldri 1950 og sá yngri 1955 að feður þeirra eru bræður og bjuggu fyrstu æfi ár í fallegum dal sem nú er kominn vegur sem er Arnkötludalur og jörðin heitir Vonarholt og síðar flutti móðir þeirra bræðra (amma okkar Bjagga) til Geirmundarstaða í Selárdal og síðar til Hólmavíkur. Þannig að síðustjóri þessarar síðu og prestakallin (píparinn) héldum ekki upp á þennan merka viðburð sem var í dag hjá okkur frændum, en það er meiningin að frændurnir fari og haldi uppá þennan viðburð með því að fara til Báru og Kidda á Kaffi Riis á laugardaginn 11 desember næstkomandi og njóta þeirra veitinga sem þar verða á boðstólum að hætti þeirra góðu hjóna sem reka þennan flotta veitingarstað Kaffi Riis Hólmavík.