28.12.2010 06:30
Sorpsamlag Strandasýslu hefur verið að drita niður dverg plast gámum hér og þar,sem taka ekki neitt
Nú spyr ég ruslamálaráðherrann sem ræður þar för, gámarnir sem voru á Smáhamrahálsinum og við Miðdalsána voru teknir síðla sumars, hversvegna voru þeir teknir? var það gert í sparnaðarskini? til þess að koma með þessa dverg plast gáma sem taka nánast ekki neitt í þeirra stað eða hvað. Ég er kannski svona vitlaus en veit þó það að meðal bændabyli sem er með um 300 fjár þarf margfalt stærri ruslagám en þessa dverg plast (ca 2 tunnur) gáma sem er búið að planta niður á nokkrum stöðum. Þetta er engin sparnaður og ekki má gleyma því að nú er rusl tekið á tveggja vikna fresti sem er kannski í lagi yfir vetrartímann en ekki yfir heitustu sumarmánuðina, en í sumar sem leið var stundum farið að lykta óþægilega mikið eftir 15 daga dvöl í tunnu. Þetta þarfnast endurskoðunar við og helst allt sorphirðuförgunardæmið og sé ekki talað um vandamáladæmið mikla ruslahaugana sem hafa ekkert lagast þótt græna liðið sé við völd, bak við glugga tjöld.