20.01.2011 06:59

Vegagerð fyrir botni Steingrímsfjarðar er orðin skotheld til útboðs, engar kærur bárust.


Samkvæmt áreiðanlegum heimildum frá Vegagerðinni nú í dag bárust engar kærur vegna lagningu nýs vegar frá ósum Staðarár og fyrir botn Steingrímsfjarðar meðfram fjörunni og útfyrir Grænanes að Grænanesmelum. Samkvæmt heymildum er útboðið klárt til útboðs og er áætlað að framkvæmdir geti hafist á vormánuðum. Kærufrestur rann út 11 janúar síðastliðin.