11.02.2011 12:41

Frétt dagsins í Strandabyggð eru fyrirhuguð sala á Skeiði 3 á Hólmavík til Sorpsamlagsins á Ströndum



Í frétt BB.IS í morgun var frétt um það að Sorpsamlag Strandasýslu væri um það bil að festa kaup á skemmunni sem er að Skeiði 3 á Hólmavík og að kaupverðið væri fjórtán miljónir og að Sveitarstjórn væri samþykk að ganga til samninga við eigendur að Skeiði 3, tilvitnun líkur. Nú spyr ég hver á Skeiði 3, eftir því sem ég best veit er það Sauðfjársetur á Ströndum sem er skráður eigandi af því. Nú er þá að spyrja hverjir eru í ­- Sveitastjórn Strandabyggðar þá er það vonandi komið á hreint.  Nú finnst mér vera svolítill óþefur af þessum gjörningi, þó að ég segi ekki meira.  Í vor þegar VG félagar í Strandabyggð héldu framboðsfund á Kaffi Riis þá kom það skírt fram hjá VG foringjanum að allt sem mundi koma til álita með einhverjar ákvarðanir hverju nafni sem þær mundu nefnast þá yrði upplýsingarflæðið og umræðistigið að vera allt upp á borðunum og öll mál yrðu sett á vef Strandabyggðar þannig að allir mundu getað fyllst með öllum ákvörðunartökum hverju nafni sem þau nefnast. Nú eru liðnir níu mánuðir frá valdatöku þessarar sveitastjórnar Strandabyggðar  sem er með völdin í sýnum höndum og hefur sveitastjórnin farið eftir því sem foringi VG sagði á framboðsfundi á Kaffi Riis um að öll mál yrðu sett inn á vef Strandabyggðar áður en ákvörðunin væri tekin samanber þetta Skeiðis 3 mál, svarið er afar einfalt NEI, þetta skil ég ekki vegna skrifa VG foringans á vef hans sjálfs á  www.strandir.is  fyrir kosningarnar síðustu og árunum þar á undan. Þetta er mér alveg óskiljanlegt hvernig er hægt að snúast svona á skömmum tíma. Íbúarnir í Strandabyggð eiga að halda sveitastjórninni við efnið með aðhaldi eins og VG foringinn í Strandabyggð bað um fyrir síðustu kosningarnar, en það virðist gleymt og glatað eins og flest annað sem er svo algengt hjá þeim sem hafa komist í valdastöður þá er oft ekki alltaf hugsað um eigin hag eins og manni finnst að það sé í þessu tilfelli, því er nú ver og miður. Það er aldrei gott að þurfa að fetta fingur út í eitt eða neitt hvað þá hjá þeim sem maður þekkir talsvert vel og sé þá og hitti nær daglega vegna minnar vinnu og svo framvegis. Ef allir mundu halda kjafti og engin mundi segja eitt eða neitt hvernig mundi staðan vera þá? Það getur engin rekið mig af mínum vef, það er einungis ég sjálfur sem get rekið mig sjálfan frá mínum ritstörfum ,frá vef sem landsmenn hafa verið ánægðir með síðan hann var stofnaður í aprílmánuði 2008. Þessi skrif mín eru einungis skrifuð sem áminning til þeirra sem fara með völdin núna í Strandabyggð, engin leiðindi eiga að þurfa að skapast eins og ég rita um það sem maður sér á líðandi stundu á netheimum. Og eitt að lokum, svona lagað sem ofan greinir gerir maður ekki og það eftir bankahrun á landi voru og núna er árið 2011 munið það.  Kíkið á fésbókina mína http://www.facebook.com/profile.php?id=1027454590