16.02.2011 13:45

Getur verið að búið sé að finna heitavatnið á Hólmavík ?????


Í dag þegar ég var að koma úr göngunni með hr. Gordon rakst ég á Guðmund Björnsson og  nokkra kappa sem voru að mæla hitan í holunni sem Guðmundur  lét bora.

Hitinn í holunni reyndist vera þó nokkur eða 12,4°¨C á 145 metra dýpi gerir það ekki 80¨°C á  935 metrum . Þá er nú bara spurningin að bora og finna vatnið.  

Allt var skráð í votta viðurvist til að ekki væri hægt að rengja niðurstöðuna eins og gert hafði verið áður.
Veit að það átti að mæla hitan í holunni hjá Sæsa Ben en veit ekki um niðurstöðu úr þeim mælingum.
Hef ekki trú á því að þær séu verri eftir því sem Sæsi sagði mér um daginn.

Myndir og texti frá Bjössa Pé http://bspsola.123.is/