09.05.2011 05:02
Landbúnaðar - og dreifbýlisnefnd Strandabyggðar, Sveitarstjórn Strandabyggðar, refir og minkar.
Nefndin fór yfir drög að reglum um refa-og minkaveiðar.
Nefnin leggur til að eftirtaldir veiðimenn verði ráðnir:
Indriði Aðalseinsson Mórilla/Ísafjarðará.
Marta vék af fundi.
Magnús Steingrímsson Selá/Grjótá
Marta mætir á fund.
Þorvaldur Garðar Helgason/Sigurður Marinó þorvaldsson Grjótá/Hrófá Ennisháls/Þambárvellir.
Jón og Magnús viku af fundi.
Ragnar Bragason/Torfi Halldórsson Hrófá/Ennisháls.
Magnús Sveinsson þambárvellir.
Jón og Magnús mæta á fund.
Lagt var til að greitt verði fyrið 15 hlaupadýr á ári, og að kvótaárið verði 1. september ár hvert, einnig leggur nefndin til að greni verði ekki yfirgefin fyrr enn að búið sé að vinna alla hvolpa og annað dýrið eða bæði dýrin.
Sveitastjóri ákveður þá daga hvenær verði tekið á móti skottum.
Samþykkt samhljóða.
Sveitarstórn Strandabyggðar 3 maí 2011.
Varðandi lið nr. 1 þá samþykkir sveitarstjórn Strandabyggðar að veiðiár hefjist 1. september ár hvert og að fyrir næsta veiðiár, 2011-2012, verði auglýst eftir minka- og refaveiðimönnum fyrir einstök svæði í Strandabyggð. Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að greitt verði fyrir sama fjölda hlaupadýra að hámarki eins og verið hefur. Sveitarstjórn samþykkir að bæta við reglur um refaveiðar að eingöngu verði greidd verðlaun fyrir hlaupadýr, en ekki akstur og tímakaup.
Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir tillögu Landbúnaðar- og dreifbýlisnefndar um að gera skriflega samninga við minka- og refaveiðmenn sem gilda fram að næsta veiðiári, 1. september 2011.
Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að fresta að taka afstöðu til liðar 2.
Fundargerð samþykkt að öðru leyti.
Fundi slitið kl. 20:13.
Jón Gísli Jónsson (sign)
Jón Jónsson (sign)
Ásta Þórisdóttir (sign)
Katla Kjartansdóttir (sign)
Bryndís Sveinsdóttir (sign)
Athugasemd til Sveitarstjórnar Strandabyggðar.
Landbúnaðar - og dreifbýlisnefnd Strandabyggðar fundaði um ráðningu refa og minkaveiðimanna í Strandabyggð. 2 maí 2011. Þar er settur á fót leikþáttur sem mætti halda að væri komið frá Barbabrellaranum Brelli furðulega svo að ég segi nú ekki meira um þessa furðulegu fundargerð, flestir víkja af fundi þegar er verið að fjalla um ráðningu veiðimannanna sem tengjast flestir þvers og kruss eins og flestir vita. Og bullið með Refakvótann 15 stk á mann (hlaupadýr ) og engin má yfirgefa grenið fyrr en nánast öllu er náð þó að mundi gera kolvitlaust veður, og hvenær á að ákveða skottadaginn og svo framvegis, þessi fundargerð virkar á mig sem argasta bull og léleg Barbabrella og sama er með samþykkt Sveitarstjórnar Strandabyggðar sem varðar þetta mál og tekur nú hattinn alveg af hausnum þegar á ekki einu sinni að greiða TÍMAKAUP OG KÍLÓMETRAGJALD 10 refi og bara verðlaun á skotið dýr. Maður hefur séð margt um ævina en þessar fundargerðar um þetta refa og minkamál er grátlega sorglega vitlausar, það er varla hægt að hafa þær vitlausari en þær eru.
Eitt að lokum um ráðningu refaskyttu á milli Selár og Grjótár skal það skýrt tekið fram sem Sveitarstjórn Strandabyggðar á að hafa kynt sér að jarðirnar Hrófberg og Víðivellir eru utan við þessa samþykkt Sveitarstjórnar Strandabyggðar og Landbúnaðar - og dreifbýlisnefndar Strandabyggðar, þessar fyrrgreindu nefndir geta engan vegin vaðið yfir eignarjarðir sem eru í einka eigu með þessum hætti, þó að ég viti það að sá sem var ráðin viti fyrri samþykktir jarðana tveggja og fyrri samþykktir Sveitarstjórna Strandabyggðar til margra ára. Ps. Ég á sjálfur tugi refaskotta fyrri ára og minkaskott vill einhver kaupa þau? Varla fæ ég krónu fyrir þau hjá Sveitarstjórn Strandabyggðar, í fyrradag 7 maí fór ég á sleða upp á Hólafjall og Staðarfjall yfirundir Þjóðbrókargil, á þessari stuttu leið sá ég SEX refi og fjöllin öll út sporuð eftir refi kvað þá bragðarefi sem virðast vera út um allt hvert sem litið er.