23.06.2011 21:17
Þá er rúm vika í að Hamingjudagar Strandabyggðar bresti á með miklum gleði látum,fjölbreitt dagskrá
Dagskrá Hamingjudaga 2011
Hér fyrir neðan gefur að líta dagskrá Hamingjudaga árið 2011. Athugið að þegar þetta er skrifað (22. júní) geta enn einhverjar breytingar orðið á dagskránni. Endanleg dagskrá mun liggja fyrir föstudaginn 24. júní og verður þá send út í föstu formi til allra Strandamanna og annarra góðra nágranna.
Hamingjan sanna verður á Hólmavík 28. júní til 3. júlí. Ekki láta þig vanta!
Þriðjudagur 28. júní
Kl. 19:00-22:00 - Námskeið í hláturjóga í Félagsheimilinu. Stjórnandi er Ásta Valdimarsdóttir hláturjógakennari. Verð kr. 2.900.- Hentar fyrir 14 ára og uppúr, skráning í tomstundafulltrui@strandabyggd.is eða í s. 8-941-941. Hámark 25 manns.
Miðvikudagur 29. júní
Kl. 21:00-23:00 - Pub Quiz í Pakkhúsinu á Café Riis. Stjórnandi og spyrill er valkyrjan og vitringurinn Halla Sigríður Steinólfsdóttir í Ytri-Fagradal á Skarðsströnd.
Fimmtudagur 30. júní
Kl. 19:00-21:00 - Hinn landsþekkti hamingjufrömuður Ásdís Olsen með opna vinnustofu í Félagsheimilinu. Ókeypis aðgangur að fjölmörgum frábærum leiðum sem hjálpa fólki að finna og höndla hamingjuna. Ekki missa af þessu!
Kl. 21:00-22:30 - Svavar Knútur með tónleika í Hólmavíkurkirkju. Flutt verða lög af plötunni Amma. Aðgangseyrir kr. 1.500.-, ókeypis fyrir 0-16 ára og allar ömmur fá knús frá tónlistarmanninum. Yndislegur tónlistarviðburður fyrir alla aldurshópa.
Kl. 22:30-01:00 - Open Mic á Café Riis. Míkrafónn og gítarmagnari fyrir hverja þá sem vilja spila tónlist, segja brandara, opna sig eða tala um þjóðmálin. Barinn opinn.
Föstudagur 1. júlí
Á föstudegi opna þrjár listsýningar sem verða síðan opnar yfir helgina. Nákvæmar tímasetningar um opnunartíma verða settar inn um leið og þær liggja fyrir. Sýningarnar eru þessar:
1) Mósaikverkasýning og vinnnustofa Ernu Bjarkar Antonsdóttur á neðstu hæð Þróunarsetursins.
2) Samsýning feðginanna Valgerðar Elfarsdóttur og Elfars Þórðarsonar á mósaik- og málverkum í Ráðaleysi.
3) Ljósmyndasýningin "Una" eftir Tinnu Hrund Kristinsdóttur Schram í Hólmakaffi.
Kl. 10:00-12:00 og 13:00-18:00 - Tómas Ponzi teiknar portrettmyndir á 20 mín. inni á Kaffi Galdri. Einstakt tækifæri til að fá fallega mynd af sér á aðeins 1.200 kr.
Kl. 11:00-13:00 og 14:30-18:30 - Spámiðillinn Hrönn Friðriksdóttur með einkatíma á Höfðagötu 7 (gengið inn niðri). 15 eða 30 mín. tímar, pantanir í síma 861-2505. Fyrstir panta, fyrstir fá!
Kl. 18.00-21:00 - Fjölbreytt fiskréttahlaðborð á Café Riis.
Kl. 20:00-21:00 - Einleikurinn "Skjaldbakan" eftir Smára Gunnarsson í leikstjórn Árna Grétars Jóhannssonar frumsýndur í Bragganum. Aðgangseyrir kr. 1.500. Ekki missa af þessum einstaka viðburði!
Kl. 20:00-21:20 - Furðufataball með sápukúluívafi fyrir börn, unglinga og fullorðin börn í Félagsheimilinu. DJ Darri sýnir allar sínar bestu hliðar á græjunum.
Kl. 21:30-23:00 - Kvöldvaka á Klifstúni:
Tónleikar með hljómsveitinni Pollapönk
Sveitarstjórnarfundur með hamingjuívafi og óvæntum snúningi
Ingibjörg Valgeirsdóttir sveitarstjóri með ávarp
Brekkusöngur og tunnueldur - ungstirnið Bjarki Einarsson spilar rútubílasöngva
Kl. 23:00-03:00 - Tvíeykið Bjarni og Stebbi halda uppi fjörinu á Café Riis fram á rauða nótt. Aðgangseyrir aðeins kr. 1.000.- Aldurstakmark 18 ár.
Laugardagur 2. júlí
Kl. 10:00-11:00 - Gönguferð um Hólmavík undir leiðsögn Kristínar S. Einarsdóttur svæðisleiðsögumanns. Lagt upp frá Félagsheimilinu og gengið inn Hafnarbraut og síðan um gamla bæinn á Hólmavík. Gangan er við hæfi allra aldurshópa.
Kl. 10:00-12:00 - Töfra-, tilrauna-, origami og flugdrekasmiðjur fyrir börn og unglinga í Íþróttamiðstöðinni undir stjórn Jóns Víðis Jakobssonar og Björns Finnssonar. Ókeypis aðgangur - ekki missa af þessu!
Kl. 10:00-12:00 - Hinn landsþekkti hamingjufrömuður Ásdís Olsen með opna vinnustofu í Félagsheimilinu. Ókeypis aðgangur að fjölmörgum frábærum leiðum sem hjálpa fólki að finna og höndla hamingjuna. Ekki missa af þessu!
Kl. 10:00-12:00 og 13:00-18:00 - Tómas Ponzi teiknar portrettmyndir á 20 mín. inni á Kaffi Galdri. Einstakt tækifæri til að fá fallega mynd af sér á aðeins 1.200 kr.
Kl. 11:00-12:00 - Einleikurinn "Skjaldbakan" með Smára Gunnarssyni í leikstjórn Árna Grétars Jóhannssonar sýndur í Bragganum. Aðgangseyrir kr. 1.500, miðapantanir í s. 867-3164.
Kl. 11:00-13:00 og 14:30-18:30 - Hrönn Friðriksdóttir spámiðill með einkatíma á Höfðagötu 7 og 14:30-18:30 (gengið inn niðri). 15 og 30 mín. tímar, pantanir í síma 861-2505. Fyrstir panta, fyrstir fá!
Kl. 13:00-17:00 - Hamingjuhringiða í gamla bænum á Hólmavík. Sölubásar í Fiskmarkaði, Lions-rækjur, blöðrufígúrur, fullt af nammi og matvöru í boði. Andlitsmálning fyrir ungu kynslóðina. Töframaður kíkir á hátíðar-svæðið og fullt fleira að gerast!
Kl. 13:00-14:00 - Kassabílarallý á Höfðagötu, utan við Þróunarsetrið. Hverjir verða fljótastir í ár?
Kl. 14:00-15:00 - Leikhópurinn Lotta sýnir Mjallhvíti og dvergana sjö á Klifstúni. Ekki missa af þessu.
Kl. 15:00-16:00 - Trommumeistarinn Karl Ágúst Úlfsson stjórnar trommuhring og samfélagsflæði á túninu við Galdrasýninguna. Trumbur á svæðinu - komdu og taktu þátt!
Kl. 15:00-17:00 - Strandahestar mæta á svæðið, teymt undir börnum á hátíðarsvæðinu. Tilvalið tækifæri til að bregða sér á bak!
Kl. 15:00-17:00 - Þjóðfræðistofa stjórnar leikjum, mæting við hliðina á Bragganum. Börn og fullorðnir fara saman í gömlu góðu leikina.
Kl. 16:00 - Lagt upp í Hamingjuhlaupið frá Gröf í Bitrufirði, hlauparar mæti stundvíslega á svæðið. Hægt er að taka þátt í hlaupinu á ýmsum tímapunktum, sjá nánar á tímatöflu. Einnig er tilvalið að mæta á staði skv. tímatöflu og hvetja hlauparana til dáða. Hlaupið til Hólmavíkur, alls 35,5 km.
Kl. 18:00-20:00 - "Maturinn hennar mömmu" á Café Riis. Lambalæri, kótilettur, plokkfiskur, svikihéri og margt fleira gómsætt í boði.
Kl. 20:00 - Skrautlegar skrúðgöngur hverfanna mætast á hátíðarsvæðinu við Fiskmarkaðinn stundvíslega kl. 20:00. Gulir, rauðir, appelsínugulir og bláir hverfissöngvar sungnir. Gleðin við völd og hnallþórur á borðum - en bannað að byrja fyrr en hlauparar í Hamingjuhlaupinu mæta á svæðið.
Kl. 20:25 - Hlauparar í Hamingjuhlaupinu mæta á hátíðarsvæðið.
Kl. 20:30-22:15 - Hnallþóruhlaðborð og Hamingjutónar:
Ókeypis hnallþórur fyrir alla gesti Hamingjudaga
Hamingjulagið 2011, Vornótt á Ströndum
Skreytinga- og hnallþóruverðlaun afhent
Menningarverðlaun Strandabyggðar afhent
Kristján Sigurðsson
Ginger Nuts
Hemúllinn
Kvennakórinn Norðurljós
og fleiri góðir gestir...
Kl. 22:30-24:00 - Jón Halldórsson frá Hrófbergi með tónleika í Bragganum. Sannkallað "Konu og karla rall". Aðgangseyrir aðeins kr. 500.
Kl. 23:00-03:00 - Stórdansleikur með Geirmundi Valtýssyni og hljómsveit í Félagsheimilinu. Nú er ég léttur!
Sunnudagur 3. júlí
Kl. 11:00-12:00 - Léttmessa í Hólmavíkurkirkju. Stjórnandi er sr. Sigríður Óladóttir.
Kl. 12:00-17:00 - Hamingjumót Hólmadrangs í golfi á Skeljavíkurvelli. Vegleg verðlaun í boði fyrir efstu sætin. Skráning á staðnum eða hjá Bjössa Péturs í s. 892-4687.
Kl. 13:00-16:00 - Furðuleikar Sauðfjárseturs á Ströndum í Sævangi (12 km. sunnan við Hólmavík). Frábært tækifæri fyrir alla fjölskylduna til að leika sér saman í ýmsum furðugreinum; t.d. farsímahittni, trjónufótbolta og kvennahlaupi. Verðlaun í boði fyrir sigur í greinum.
Kl. 13:00-18:00 - Glæsilegt kaffihlaðborð á Kaffi Kind í Sauðfjársetrinu í Sævangi.
Nánar hér http://strandabyggd.is/dagskra/