11.07.2011 21:51

Nú spyr ég bara heiðarlega - er Byggingaryfirvöld og Sveitarstjórn Strandabyggðar gengin af vitinu?








Kína múrinn er ekki fallin en það er hinsvegar Berlínar múrinn . Ef þessi vitleysa sem er að spretta upp úr jarðveginum við þetta hús á að standa si svona næstu áratugina - þá er Sveitarstjórn og Byggingaryfirvöld Strandabyggðar í djúpum skít. Sveitarstjórnin getur ekki leift svona Berlínarmúr í þessari gömlu snotru GÖTUMYND sem hefur verið nánast ó breitt í ára tugi. Þessi forljóti Berlínarmúr verður að fara og það STRAX ef þetta verður látið halda áfram þá fer allt í bál og brand á flestum vígstöðvum og líka hjá bræðrabandalaginu innan Sveitarstjórnarinnar, þá fer hún líka eins og múrinn. Ef einkvað er algjört bull og örugglega mesta bull framkvæmt síðustu ára tugina þá held ég og nánast allir þeir menn og konur á öllum aldri sem sjá þetta skrímsli koma upp úr jörðinni  -að ráðendur séu ekki með öllum mjalla, en vonandi tekur sveitastýran í taumana og fær eigandann til að hreinsa þennan ófögnuð upp eftir sig. Þannig að ég sem áhugamaður um óbreytta götumynd í gömlu Hólmavík krefst þess að nú þegar verði smíði á þessum Berlínar múr þegar í stað HÆTT og hann fjarlagður þegar í stað. Góðu Hólmvíkingar og aðrir  skoðendur kommentið og látið ykkar álit í ljós og stoppum þennan hrylling NÚNA.