11.08.2011 22:44

Skrítin vinnubrögð Byggingar - umferðar - og skipulagsnefndar og Sveitarstjórnar Strandabyggðar









                                    Kópnesbraut 3A.

                                                                   

Nú ætlar síðustjóri ekki að tjá sig (mikið) meira um þetta kolklikkaða skotbyrgja og forljóta Berlínarmúr sem verður tafarlaust að fara eins og gamli Berlínarmúrinn þegar hann féll og síðar var rifin í tætlur. Ég er 100% viss um það að allir þeir sem eiga heima við Kópnesbrautina vilja þetta skrípi verði rifið áður en snjóa tekur að falla til jörðu, ef þetta verður látið standa svona þá má búast við því og nokkuð öruggt að gatan mun vera ófær flestum vélknúnum farartækjum nema þá vélsleðum og einstaka ofurfjallabílum.  Ps. Ég hvet íbúana við Kópnesbraut á Hólmavík og líka stjórnendur Strandabyggðar að þessi fyrrnefndi vanskapningur og sá ljótasti sem hefur sést á Vestfjörðum þó víðar væri leitað verði fjærlæður og að allir skuli sitja við sama borð hvað byggingarmál varðar hverju nafni sem þau nefnast.

Fundargerð Byggingar-, umferðar- og skipulagsnefndar, dags. 4. ágúst 2011  .. 4. Girðing við Kópnesbraut 3A, dags. 2. ágúst 2011... Nefndin vill að leitað verði eftir skriflegum umsögnum nágranna um byggingu girðingarinnar og tekur í framhaldi af því ákvörðun um málið.