03.02.2012 18:41
Eyktarmenn í brúargerðinni í botni Steingrímsfjarðar voru að steypa syðsta brúarvænginn í dag
Strandamaðurinn og snikkarinn úr Árneshreppnum Arinbjörn Bernharðsson var bara hress að vanda og er bara ánægður með gang mála. Hann þekkir sig vel á þessum slóðum enda byggði hann ásamt fleirum smiðum úr Árneshreppsbúum núverandi íbúðarhúsið á Hrófbergi fyrir liðlega 30 árum síðan. Þar voru frábærir ungir menn á ferðinni og eru enn sem lífguðu upp húmorinn með allskonar skemmtilegum uppákomum. Frábærir drengir.
Skrifað af J.H. Hólmavík.