04.07.2012 21:34
Hver gerir þennan fjanda að krosskeyra á fjórhjólum út um allar mýrar í Vatnadalnum, bragðarefir
Þetta er
ekki veiðimannalegt og hvað þá refamannalegt að gera svona lagað. Svona för í
mýrum verða í mörg ár. Það eru fleiri álíka för en þarna fyrir framan Fitja og
Tjaldhólinn sem er fyrir framan Fitjavatnið og upp frá Vatnadalsánni á mót við
Víðivallaborgina og upp að greninu sem þar er og svo eru líka álíka
fjórhjólaför upp á Hrófbergsfjallinu á mínum heima slóðum sem engin kann að
meta svona lagað. Tilgangurinn er augljós þarna eru bragðarefir á ferðinni í
einkalöndum sem þeir hafa engan rétt til að djöflast á svona tækjum á mjög viðkvæmu landi hvað þá til að hagnast
á því á kostnað sveitarfélagsins. Þessir aðili/ar mega fara um þessi lönd ef
landið er á kafi í snjó á þessum fjórhjólum og sleðum en EKKI þegar landið er
marautt og afar viðkvæmt allri snertingu hvað þá snertingu fjórhjóla eins og
myndirnar bera bersýnilega með sér.